15.10.2008 | 00:35
Strandirnar
Á Ströndunum eru allavega tvær gamlar versmiðjur. Við aðra fýkur draslið um, jafnvel asbestos plötur, hvað veit maður, engum dettur í hug að láta þrífa þetta.
Fiskimjölsverksmiðjur spúðu reyk yfir "heppnu" bæjarfélögin hér áður, namm peningalykt.
Nú fer fyrirtæki enn einu sinni fram á að koma verksmiðju í nútímalegt horf, sem þýðir minni mengun, meiri peninga til sveitarfélagsins og svo þjóðfélagsins, sem á þessari stundu er í mikilli klípu. Er þetta hluti skýringarinnar á ástandinu núna að ekki var hafist handa fyrr. Hefði þá verið til gjaldeyrir? Hefðu þá ef til vill einhver bankana sloppið með skrekkinn?
Við eigum að vera þakklát ef menn vilja fjárfesta hér og skapa atvinnu og kaupa rafmagn af okkur. Vil ég það frekar en að IMF taki að sér stjórn landsins, sem sumir stjórnmálamenn sækjast eftir því það getur orðið fyrr en að við komumst í ESB.
Þessir stjórnmálamenn geta líka gert annað hætt að bjóða sig fram. Við vitum að þeir treysta öllum betur til að stjórna landinu en sjálfum sér.
Þessi álver verða farin eins og hvalstöðvarnar, fiskimjölsverksmiðjunar o.s.frv. eftir einhver ár og annað komið í staðinn. Eins og einhver skynsöm manneskja sagði fyrir austan, " við getum ekki öll lifað af því að týna fjallagrös". Lífið heldur áfram.
Vilja viðræður um stækkun Straumsvíkurálvers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2008 | 10:49
Írland
14.10.2008 | 10:02
Rússar alvarlegir
Við skulum átta okkur á því að sjálfsagt er búið að reyna að tala Rússa frá láni til okkar. IMF að stinga uppá sameiginlegu láni til að reyna að ná tökum á okkur o.s.frv.
Ef Rússar vilja hinsvegar koma okkur í vandræði þá neita þeir okkur um lán á einhverjum forsendum sem mun þýða að við munum sitja undir afarkostum IMF o.s.frv. Þetta er ekki skemmtileg staða en svona er þetta.
Viðræður við Rússa hefjast í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2008 | 07:08
Enga mismunun
Ef annar hvor þessara aðila fá að kaupa skuldir Baugs á einhverjum afsláttar kjörum þá er rétt að aðrir fá einnig að kaupa skuldir sínar með sömu afföllum.
95% afsláttur í lagi ef allir sitja við sama borð. Er það stóri bandaríski fjárfestingasjóðurinn sem ef til vill setti þjóðina á hausinn? Ekki mín hugmynd, heldur Paul Krugman´s, að einhver slíkur hafi farið á móti okkur.
Green vildi kaupa skuldir Baugs með 95% afslætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2008 | 23:15
Nýja Ísland
Treysti Sverri Hauki til að gefa ekki þumlung eftir við Bretana. Gordon Brown gróf þessa gröf og því ræða þeir þetta ekki við hann landar hans.
Sverrir nú ert þú að semja fyrir nýtt land sem þú jafnvel hefur ekki kynnst ef þú hefur ekki verið hér heima síðustu daga. Það eiga margir um sárt að binda. Þeir siðblindu halda þó sínu striki eins og sést af fréttum.
Sparifjáreigendur funda með sendiherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2008 | 23:05
Vonandi
Vonandi nær Baugur að endurfjármagna sig, but please ekki reyna að láta kaupa skuldirnar á nokkur prósent og snýta þjóðinni,þ.e.a.s. láta bankann sitja eftir með enn meiri ónýtar skuldir. Finnst eigendunum að þjóðin eigi það inni hjá þeim sem hefur verslað af mikilli tryggð hjá þeim hér heima (í bonus,hagkup og 1011) og jafnvel á ferðalögum í Bretlandi.
Er ekki hluti af endurreisninni að geta gengið beinn í baki?
Baugur ræðir við sérfræðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2008 | 22:00
Skemmtu þér í Washington
Bíða niðurstaðna sérfræðinga IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2008 | 21:54
Bresk stjórnvöld
Er sammála öllum sem vilja taka á breskum stjórnvöldum vegna framgöngu þeirra gagnvart okkur. Nú nota þeir IMF til að reyna að þvinga okkur til samninga sem ná lengra en skuldbindingar okkar vegna EES samningsins.
Það er hálf sorglegt að sjá hve stutt er í nýlenduþjóðar tilburði hjá Gordon Brown. Ég vona svo sannarlega að forsetinn beiti sér. Ætli Gordon Brown hafi ekki eyðilagt London sem fjármálamiðstöð? Menn sækja ekki í það að vera nefndir hryðjuverkamenn. Né að það sé bara ráðist á næsta banka ef svo ber undir.
Ólafur Ragnar: Ótrúleg ósanngirni breskra stjórnvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2008 | 11:16
Ábyrgð?
Ástandið verra en þjóðargjaldþrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2008 | 11:08
IMF - alls ekki
Ekki er ég hissa á því að IMF hafi áhyggjur. Því það mun koma í ljós að lán frá Rússum verður á viðskiptalegum forsendum. Vonandi verður IMF ekki búið að þvinga Rússa á einhvern hátt svo jafnvel þeir geti ekki aðstoðað okkur.
Allir vita sögu IMF, því miður hörmungarsaga. Svo segja menn að við fáum öðruvísi meðhöndlun af því að við erum þróað efnahagskerfi. Dream on!
Fundað stíft með IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tori
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar