Ábyrgð hverra?

Það kom fram hjá Björgvini bankamálaráðherra að hann hafi vitað um Icesave reikningana og vandamálin þeim tengdum fyrir rúmu ári! Stjórnmálamenn okkar hafa ekki sinnt skyldum sínum. embættismenn ekki heldur og eigendur LÍ og stjórnendur vaðið áfram af ábyrgðarleysi.

Nú sjá Bretar leik á borði. þeir eru að eiga við aula. Ef niðurstaðan er sú að þjóðin verður hreinlega eyðilögð vegna yfirgangs Breta og aulagangs manna sem eru nefndir hér að ofan. þá er ég sammála Steingrími Sigfússyni að það verður uppreisn!

Bretar mega vita það að það mun aldrei verða friður hér gagnvart þessum mönnum né þeim.


mbl.is Viðræðum við Breta lokið í bili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirhyggja.

Ert þú næstur?Á reykingafólk rétt á heilbrigðisþjónustu? Eiga offitusjúklingar rétt á "Easy boy". Það er hárrétt að þeir sem hafa sýnt fyrirhyggju njóti þess að draga hina að landi og líði vel með það!

Sammála frysta erlend lán og afnema verðtryggingu. Tryggjum búsetu og framtíð okkar. You win some and you loose some................................ 

 


mbl.is Bankar frysti myntkörfulán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bent á annað.

Hversvegna erum við þar sem við erum í dag? Lélegir stjórnmálamenn og enn lélegri embættismenn er svarið. Hvað er flókið, stjórnmálamenn setja lög á Alþingi o.s.frv. En ef menn halda að við séum að finna upp hjólið í einu og öllu þá enda hlutirnir illa. Best er að læra af mistökum annarra. Ingibjörgu þekki ég ekki frekar en Gylfa þó nafn hans hafi sést meir. En eins og aðrir sem eru að koma sér á framfæri til valda þá er þetta tómt lýðskrum.

Einfalt. Við erum Íslendingar. Við viljum vera það áfram, en til þess þurfum við að vera ákveðin og byrgja brunninn áður en..... ESB hentar ekki smáþjóð. EES er ágætt og annað sem einfaldar fjárfestingar á Íslandi til að koma í veg fyrir atvinnuleysi og til þess að við getum búið hér sem stolt þjóð.

Ábyrgðin liggur hjá þeim sem settu ekki skýrar leikreglur! Þetta sama fólk vill ólmt fara í ESB með undantekningum, er það til að fyrra sig ábyrgð?


mbl.is Bæði forsetaefnin vilja í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingasagan

Mér finnst ég hafa lesið um svona fólk í Íslendingasögunum. "Best að láta aðra taka til hjá okkur og stjórna" Það verða sjálfsagt alltaf lýðskrumarar með skyndilausnir!
mbl.is Vill norsku krónuna inn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spörum

Ekkert og aldrei hef ég haft nokkurn hlut á móti NATO. En allan félagsskaps aðild þarf að endurskoða. Nú ætlum við að beita okkur hjá SÞ og þurfum því að spara. NATO er búinn að gera sitt gagn fyrir okkur, segjum okkur nú úr þessum félagsskap.
mbl.is Ekki síðan í þorskastríðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smáríki

„Við höfum staðið hér fyrir öflugri dagskrá m.a. ráðstefnu um smáríki og mikilvægi þess að fulltrúi þeirra eigi sæti í öryggisráðinu"

Þetta er flott. Við ætlum okkur að vera fulltrúi smáríkja en ekki Norðurlandana. Við getum sparað á móti með því að loka sendiráðum Íslands á Norðurlöndum, sem er gamaldagsfyrirbæri og gagnlaust.

Við verðum að spara peninga á móti þessari eyðslu.

Að vera í öryggisráðinu verður spennandi ef tekst. Þjóðin mun fylgjast með alþjóðamálum mun betur en fyrr. Umræðan mun víkka t.d. mun verða talað daglega um annað en evruna og ESB, sem er orðin mjög þreytandi tugga, hvaða stjórnmálamanni, embættismanni hvað er að kenna og hvað ekki.

 

 


mbl.is Hörð barátta um sæti í öryggisráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vakandi?

ESB hentar ekki smáþjóð. EES samningurinn nægir. Við eigum að segja okkur úr NATO, sem hefur þjónað sínum tilgangi. Fækka sendiráðum okkar. Skilja það eitt skipti fyrir öll að 330.000 manna þjóð er ein á báti í ESB/NATO samfélaginu. Gott að beita sér hjá Sameinuðu Þjóðunum. Taka vel á móti útlendingum sem vilja fjárfesta hér á eðlilegu forsendum.

Við munum sjá andlit ESB enn betur eftir því sem ástandið versnar þar. Svo eru aðilar hér heima sem horfa ekki til Írlands og Ungverjalands, þessara ESB þjóða, sem eru í gríðarlegum vandræðum.


mbl.is ESB blandar sér ekki í deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Politík IMF

Flott hjá IMF. Nú spila þeir á pólitíkina. Gott og vel. Við vissum þetta alltaf.Viljum ekki IMF.Bless.

Þessi yfirlýsing er gerð til þess eins að reyna að hafa neikvæð áhrif á samningaviðræður okkar við Rússa, ef ekki hefði IMF ekki sagt orð. Ef þeim tekst að hrekja Rússana frá þá getur IMF komið að borðinu með enn meiri kröfur.

Við almenningur sitjum hér í klóm misvitra stjórnmálamanna, sem hafa ekki getað komið vaxtastigi hér niður og þrjóskast með því að benda alltaf á embættismenn. Ég hélt það væri Alþingi sem setti lögin og breytti. Nú stöndum við frammi fyrir einum ráðherra sem á endanlega að klára hlutina hér með því að draga lappirnar og tefja. Hún á að vinna þessi mál hratt og vel. Við þurfum þessar stækkanir.

Nú á að þrjóskast á móti stækkun álvera sem geta aukið gjaldeyri í landinu og hjálpað okkur útúr krísunni. Hverjum dettur í hug að álfyrirtækin séu ekki að horfa til framtíðar og vilji að áhrif þeirra á umhverfið séu sem minnst? Þetta eru almenningshlutafélög og þar er hægt að hafa áhrif á hluthafafundum.

Þarna náum við í gjaldeyrir sem okkur vantar svo sárlega.

 


mbl.is Lán IMF fullnægir ekki þörf ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miklu meir ef duga skal Arnór.

Þessi lækkun er eins og dropi í hafið. Það er að takast að koma öllu hér á brauðfætur, þar á meðal velstæðum fyrirtækjum. Það þarf að lækka vexti enn meir. Fylgjum evru/punds vöxtum þá sjá menn að við höfum trú á því sem við erum að gera. Þessi lækkun sýnir bara vantrú á okkur sjálf.
mbl.is Stýrivextir lækkaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Tori

Höfundur

Tori
Tori
Íslendingur.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband