11.10.2008 | 18:40
Er þetta sigur? Nauðungarsamningur!
Hver verður dreginn til ábyrgðar í þessu máli? Hvernig má það vera að íslenskt fyrirtæki erlendis geti sent skattgreiðendum reikninginn? Er ekki rétt að fara að frysta eignir hér heima? Á hvaða gengi er evran í þessum nauðungarsamningi? Hvað hafa embættismenn þjóðarinnar og stjórnmálamenn skrifað mundir í gegnum tíðina? Hvaða fleiri reikninga á þjóðin von á vegna afglapa stjórnmálamanna og embættismanna, sem opnuðu þessa leið?
Samkomulag náðist við Holland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Um bloggið
Tori
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tori, við getum ekki kvartað yfir þessu. Samkvæmt íslenskum lögum um innistæðutryggingar nr. 98/1999 sé ég ekki betur en okkur beri bein skylda til að tryggja, upp að ákveðnu lágmarki, innistæður útibúa íslenskra banka sem staðsett eru innan EES (3. gr.).
Ef við hefðum neitað þessu þá væri fyrst hægt að tala um að við værum að bregðast skyldum okkar.
Þessi lágmarksfjárhæð er svo reiknuð í samræmi við 1. mgr. 10. gr. laganna sýnist mér.
Þetta er sem sagt hvorki sigur né ósigur heldur er einfaldlega verið að fylgja íslenskum landslögum sem voru sett fyrir allnokkrum árum síðan.
Páll Jónsson, 11.10.2008 kl. 19:24
OK. Hver spurði okkur? Finnst þér rétt að einhverjir kontoristar geti veðsett þig?
Tori, 12.10.2008 kl. 04:53
Á að spyrja okkur sérstaklega um allar lagasetningar? Samkvæmt frumvarpi með lögunum erum við að sinna skyldum okkar skv. tilskipun Evrópusambandsins um innstæðutryggingar, nr. 94/19/EC, sem við höfum væntanlega fengið gegnum EES.
Allir aðilar málsins hljóta að hafa vitað um þessi lög þegar þessi innlánastarfsemin úti hófst, lögin eru sanngjörn og sett til að vernda mig og þig (og John Smith í Birmingham sem á innlán í útibúi íslensks banka) en bankarnir höguðu sér ekki allir skynsamlega með lögin í huga.
Kaupþing fór rétt að, stofnaði ekki útibú heldur dótturfyrirtæki svo núna bera þarlend yfirvöld ábyrgð en ekki við. Landsbankinn hins vegar stofnaði útibú sem hann mátti vita að gæti komið okkur í koll ef innlánsstarfsemi bankans í útlöndum yrði mikil. Þetta ákvæði um útibú innlends banka erlendis er hið besta mál en pínulitlar þjóðir með risavaxið bankakerfi verða að hafa í huga að það var ekki endilega sett með þær í huga og taka mið af því.
Sem sumir banka gerðu en ekki aðrir.
Páll Jónsson, 12.10.2008 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.