Færsluflokkur: Spaugilegt

Viðtal

Það er auðvelt að leysa þetta. Björgvin sagði í sjónvarpsviðtali "sunnudaginn langa" fyrir framan ráðherrabústaðinn að hann hefði vitað um þetta vandamál í rúmt ár!

Ætli að FME hafi ekki vitað þetta. þar með talið stjórnarformaðurinn.Jón Sigurðsson.

Það sorglega við þetta allt er að þeir sváfu allir á vaktinni.

 


mbl.is FME: Upplýsti ekki ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

007

http://www.youtube.com/watch?v=YoIJPwfsbqg

Þarna sér maður hvernig IMF vann/vinnur á Jamaica. Einnig áhugavert að sjá Quantum of Solance, eru Quantum samtökin IMF?

Menn muna jú kannski þegar vatnsveitan í Bolivíu var seld..........


mbl.is Styðja illa Íslendinga hjá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bréfið

Ágætt viðtal við Sigurð Einarsson. Hann nefnir að hann hafi sent Geir Haarde bréf með afriti á Davíð Oddsson. Þar segist hann hafa varað við framhaldinu. Má ekki birta þetta bréf. Nauðsynlegt að nú þegar tilvist þess er ljós að það sé birt.
mbl.is Sigurður: Lenti illilega saman við Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákvörðun

Björgvin,

1. Taktu vísitöluna úr sambandi miðað við janúar 2008 og settu hana svo í samband aftur þegar hremmingarnar eru yfirgegnar.

2. Festu gengisvísitöluna miðað við janúar 2008 og láttu skuldbreyta yfir í íslensk krónulán miðað við sömu dagsetningu.

Einfalt og við þetta væri hægt að bjarga atvinnu fjölda fólks og fyrirtækjum frá gjaldþroti. 


Ávörðun

Björgvin,

1. Taktu vísitöluna úr sambandi miðað við janúar 2008 og settu hana svo í samband aftur þegar hremmingarnar eru yfirgegnar.

2. Festu gengisvísitöluna miðað við janúar 2008 og láttu skuldbreyta yfir í íslensk krónulán miðað við sömu dagsetningu.

Einfalt og við þetta væri hægt að bjarga atvinnu fjölda fólks og fyrirtækjum frá gjaldþroti. 

 


Sjúklingurinn og fíflin

Það er eins gott að þetta fólk, stjórnmálamenn og vissir embættismenn, séu ekki læknar. Því að orðavalið, sem það tileinkar sér um grafalvarleg mál lýsir best hroka þess og yfirlæti. Hef lesið spár margra hagfræðinga um hvernig framtíðin lítur út í það og það skiptið, þvílíka vitleysa og della.

Það er nú einu sinni þannig að ef við vissum framtíðina, hvað væri gaman þá. Getum við ekki alveg eins sagt að á fyrri hluta næsta árs finnst olía og jafnvel gas norðaustur af Íslandi og hvernig líta málin þá út?


mbl.is Koma „krónulufsunni" í gang á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icebank

Voru ekki skuldir Finns felldar niður þar?

Furðulegt að heyra í þessum lögmanni (BN) í fréttum. Hafa þessa framvirku samninga í vanskilum, án trygginga nema í bréfunum sjálfum o.s.frv. getur varla verið það sem öðrum var boðið uppá. Með því að hafa 50 milljarða í nafni starfsmanna er hreinlega verið að hafa áhrif á gengið á bankanum til hækkunar á sínum tíma og blekkja fjárfesta. Get ekki séð hvernig þetta sé löglegt.


mbl.is Vildu fella ákvörðun stjórnar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IMF út

Ánægður með svör Geirs. Megum ekki láta kúga okkur. Þar að auki er ég ekki viss um að IMF hafi nokkuð að bjóða í ráðgjöf. Eru þetta ekki bara gamaldags töffarar?

Yrði mjög feginn því að IMF kæmi ekki. Er hlynntur því að láta reyna á lán frá Rússum, ef ekki það verðum við bara að berjast lengur eða þar til við náum utan um þetta.

Mikilvægast er að festa gengisvísitölu krónunnar, t.d. í janúar gildi og taka verðtrygginguna úr sambandi frá sama tíma. Það mætti auka greiðslur fólks í lífeyrissjóð um 2 % einnig. Gjaldeyrishöft svo í 2 ár eða lengur, en vonandi nægir skemmri tími.

Það verður að gera allt til að koma í veg fyrir sem flest gjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja. Það verður okkur enn dýrara.


mbl.is Við hættum frekar við lánið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IMF/ESB

Við erum meðlimir í IMF. Nú sýnir það sig að við höfum ekkert að segja þar. Ekki það að maður vissi það ekki. Þetta hefur útvegað 2 til 3 Íslendingum vinnu.

ESB, er einhver sem heldur að það verði eitthvað öðruvísi þar? Ónei. Við verðum að standa á okkar eigin fótum og það gerum við ef nóg er gert til að laða að erlenda fjárfestingu, sem við þurfum til að geta mætt fólksfjölgun framtíðarinnar.

Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir mikla ESB sinna, enda heyrist ekki í þeim nú.

Áfram Ísland.


mbl.is Samskipti við IMF í hnút
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldþrota

Er ekki ráð að spara peninga og skrá alla einstaklinga þjóðarinnar, sem enn eru með vinnu gjaldþrota, síðan er hægt að byrja uppá nýtt :)

Það hlýtur að vera til betri lausn til að leysa allan skaðann sem bankahrunið hefur valdið en að elta uppi einstaklinga og fyrirtæki landsins og gera gjaldþrota. Dómínó áhrifin verða enn meiri.

Stjórnmálamennirnir stóðu ekki vaktina og of margir þegnar þjóðfélagsins soguðust inná spilavítin.


mbl.is Glitnir mun innheimta skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Tori

Höfundur

Tori
Tori
Íslendingur.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband