19.11.2008 | 12:25
Geir H Haarde
Í Morgunblaðinu í gær er haft eftir forsætisráðherra að ráðuneytisstjórinn hafi ekkert vitað meir en við hin!
Mínar spurningar;
1. Er þetta hroki?
2. Er þetta siðblinda?
3. Er þetta tilraun til að hylma yfir glæp?
4. Er þetta bland að öllu hér að ofan?
![]() |
Ráðuneytisstjóri hugsanlega innherji |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2008 | 21:41
Þurfa allir að fara.
Forustumenn allra flokka þurfa að hverfa af þingi. Þeir stóðu ekki vaktina. Það þarf ekki skemmtikrafta á þing heldur ábyrga einstaklinga sem sinna málunum.
Við viljum svör strax við öllum spurningum en ekki einhverja útúrsnúninga. Hversvegna er okkur ekki sagður sannleikurinn t.d. um Rússalánið? Um hlutabréfaviðskipti í Landsbankanum rétt fyrir lokun?
Hversvegna átta ráðherrar þessarar ríkisstjórnar sig ekki á því að þeir njóta ekki trausts þjóðarinnar, ekki erlendis heldur. Hversvegna halda þeir að allir hafi snúið baki við þeim í fleiri mánuði. Hvað er svona óljóst í þeirra haus? Er siðblindan á svona gríðarlega háu stigi hjá þeim.
Skora á þingmenn að standa upp á móti spillingarliðinu í þeirra röðum og krefjast þjóðstjórnar strax og kosninga sem fyrst.
17.11.2008 | 21:21
2 farnir 61 eftir
Allir þessir stjórnmálamenn sem stóðu ekki vaktina verða að víkja. Forusta allra flokka vonlaus. Nýtt lið í framverðasveitir þeirra allra.
Þjóðstjórn strax og fljótlega kosningar.
Við treystum ekki núverandi valdhöfum. Þeir segja ósatt, fela sporin, svara ekki óþægilegum spurningum. o.s.frv.
16.11.2008 | 18:20
Alþingi
Slíkt samkomulag hlýtur að þurfa að bera undir Alþingi.
Ekki treystum við ykkur ISG og GHH.
![]() |
Icesave-deilan leyst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.11.2008 | 13:40
"Leiðtogar"
Nú þarf fólkið í öllum stjórnmálaflokkum að gera uppreisn og koma þessum "leiðtogum" frá. Það getur enginn sem setið hefur á þingi í forsvari flokkana látið sjá sig þar meir.
Við þurfum nýtt fólk í brúnna í öllum flokkum.
Hversvegna? Einfalt það treystir enginn þessum "leiðtogum" flokkanna. Þeir eru allir sem einn viðriðnir spillinguna.
Treystir þú þeim fyrir peningum? völdum? samningum við þriðja aðila?
![]() |
Framsókn flýtir flokksþingi og tekur fyrir tillögu um aðildarviðræður við ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.11.2008 | 11:22
Of dýrt ?
Treystum við stjórnvöldum fyrir þessum peningum. Grafa þeir okkur ekki bara dýpri gröf? Hversvegna hefur þetta tekið þennan tíma? Treystir IMF þessum stjórnvöldum? Eru þau mútuþæg? Hvað er í gangi, hversvegna njóta þau ekki trausts hérlendis sem erlendis? Eru ekki stærstu mistökin að hafa ekki myndað þjóðstjórn strax?
Hversvegna þögnin um Rússa lánið? Hver er það vitlaus í stjórninni að halda að allt komi ekki uppá yfirborðið fyrr eða síðar? Hvað þá?
Stjórnarherrar það sem æpir á ykkur er það sem þið segið ekki frá en flestir vita! Það eru örrugglega nóga af miðum til Kanarí ..... FARIÐ!
![]() |
Lánsumsókn Íslands hjá IMF afgreidd á miðvikudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.11.2008 | 20:55
Kosningar
Réttast væri að setja saman Þjóðstjórn strax. Enn ekki of seint. Það eru mörg skítamálin sem þurfa að koma uppá yfirborðið. s.s. Rússaláns skilyrðin, sala á hlutabréfum í Landsbankanum. hversvegna tafir af hálfu útlendinga, hversvegna virðingarleysi gagnvart núverandi stjórnarflokkum.
Hræðsluáróður um að ekkert betra sé að finna í þessum flokkum eða hjá þjóðinni er til skammar.
Því fyrr sem allt er uppá borðinu því fyrr komast málin hér í réttan farveg.
Maður skynjar það að hvar svo sem fólk er í flokki þá vill það núverandi stjórnendur burt. Þetta fólk svaf á vaktinni og maður spyr hvað fleira?
![]() |
Óttumst ekki kosningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.11.2008 | 16:08
Kosningar
Réttast væri að setja saman Þjóðstjórn strax. Enn ekki of seint. Það eru mörg skítamálin sem þurfa að koma uppá yfirborðið. s.s. Rússaláns skilyrðin, sala á hlutabréfum í Landsbankanum. hversvegna tafir af hálfu útlendinga, hversvegna virðingarleysi gagnvart núverandi stjórnarflokkum.
Hræðsluáróður um að ekkert betra sé að finna í þessum flokkum eða hjá þjóðinni er til skammar.
Því fyrr sem allt er uppá borðinu því fyrr komast málin hér í réttan farveg.
Maður skynjar það að hvar svo sem fólk er í flokki þá vill það núverandi stjórnendur burt. Þetta fólk svaf á vaktinni og maður spyr hvað fleira?
11.11.2008 | 10:36
62 eftir
![]() |
Bjarni segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2008 | 14:30
Veikindi
Þjóðstjórn strax.
Þetta mál er þannig vaxið að S og S flokkarnir hafa enga tiltrú með þeim sem leiða þá og tala fyrir þeirra hönd.
Samfylkingin verður að skipta upp í sínu ráðherraliði og því einfaldast að mynda Þjóðstjórn frekar en að vera að plástra þessa.
![]() |
Vilja nýjan stjórnarsáttmála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tori
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar