18.12.2008 | 17:54
Mál málanna
Í moldviðrinu undanfarnar vikur hefur verið erfitt að einbeita sér. Nú gengur þetta ekki lengur. Mál málana er að við tökum upp Bandaríkjadalinn sem fyrst til að lágmarka skaðann. Það þýðir ekkert að sitja og bíða.
Við þörfnumst þess strax að þessi ákvörðun verði tekin. Það að við tökum upp bandaríkjadalinn strax útilokar ekki ESB umræðuna eða upptöku Evru þegar veður leyfir. En hvað þýðir það að við tökum upp Bandaríkjadalinn strax (innan 6 vikna).
1. Við leggjum ekki útí þá áhættu að eyða milljörðum í að reyna að halda krónunni úti. Það er varla gerandlegt vegna þess að trúverðugleikinn er enginn á gjaldmiðlinum né stofnunum, sem um hann eiga að hugsa.
2. Vaxtastig, greiðslubirgði, von fólksins til framtíðar, vegur fyrirtækja, vegur skuldara, og svo framvegis væri kominn á þá braut að hægt væri að vinna úr málum.
3. Við einfaldlega getum ekki keppt við vogunarsjóði, sem leika sér með krónuna okkar í frjálsu umhverfi og koma alltaf til með að vinna.
ÞURFUM AÐ RÁÐAST Í ÞETTA NÚNA! Dollar STRAX.
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Um bloggið
Tori
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.