24.11.2008 | 08:27
Stórveldisdraumar
Þeir sem eru svo sannfærðir um að eina leið Íslands sé að ganga í ESB þurfa virkilega að hugsa sinn gang. Það er deginum ljósara að við verðum aldrei einhver áhrifavaldur eða stórveldi í ákvarðanatöku hjá ESB. Nýlegt dæmi þegar Spánverjar kvörtuðu yfir því að vera ekki boðaðir á einhvern ESB fund.
Við Íslendingar þekkjum okkar land best og eigum að gæta þess. Hvergi í ESB Evrópu er land eins ódýrt og hér. Tækifæri til að nota landið til geymslu á drasli fyrir ESB ríki? Við tókumst á til að eignast réttinn til veiða við landið, missa hann? Hvaða Evrópuþjóð hefur sýnt okkur áhuga nema til þess eins að reyna að arðræna okkur?
ESB hentar ekki Íslandi. Var hlynntur EES samningnum en ekki lengur viss um það.
Eini gjaldmiðillinn sem mögulegt er að taka upp fljótlega í stað krónunnar er USD. Sá gjaldmiðill er notaður af mörgum smáríkjum án þess að eitthvað annað hangi á spýtunni.
Minnkandi áhugi á ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Um bloggið
Tori
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég mæli með myndinni Hard rock and water en þar er Ísland borið saman við Nýfundnaland sem missti sjálfstæði eftir kreppu en þar 30%,atvinnuleysi í landi sem er mjög ríkt af auðlindum.
Víti til varnaðar
Hérna er fróðlegt video viðtal við Höfundinn að myndinni
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 24.11.2008 kl. 13:57
Gunnar, mjög áhugaverð mynd. Sammál þér að þarna kemur fram það sem ég óttast mest, endalok Íslands sem þjóðríkis, að við verðum bara verstöð! Þarft að koma þessari mynd á sem flesta staði.
Tori, 26.11.2008 kl. 21:00
Ég er búin að panta 3 eintök af myndinni sjálfri og það kostaði rúmar 12000 og þá er tollafgreiðsla og VSK eftir. Það er ekki gefið að versla á netinu í dag
En viðtalið er ágætt en myndin er skemmtilegri enda mest tekin mest hér á landi
Endilega hjálpaðu við að dreifa viðtalinu
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 27.11.2008 kl. 00:34
Ég geri það. Þetta á við okkur hér. Við verðum að berjast. Landsölumennirnir eru alls staðar.
Tori, 28.11.2008 kl. 03:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.