6.11.2008 | 06:48
Eruð þið börn?
Það er ljóst að Árni er búinn að átta sig á raunveruleikanum hvað IMF varðar og þrýstinginn frá ESB þjóðum.
Við eigum engra kosta völ nema að reyna að vinna okkur útúr þessu sjálf. Það verður erfiðar og tekur lengri tíma en svona er þetta, við eigum ekkert bakland!
Meira segja lítur út fyrir að Rússum hafi verið hótað ef þeir lánuðu okkur til að koma okkur útúr mestu vandræðunum!
Eru menn að átta sig á hættunni sem okkur steðjar af ESB? Nú sýna þeir okkur sitt rétta andlit, kaldir embættismenn og stjórnmálamenn sem eru aular.
Áfram Ísland!
Uggandi um afgreiðslu umsóknar hjá IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Um bloggið
Tori
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki rétt að minka samskifti við Breta hætta að senda þeim vörur svo sem fisk og fl. jafnvel segja okkur úr Nato.
Hannes (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 07:59
Við ættum bara að fara úr Nato og leyfa Rússum að byggja hér herstöð. Það líst mér betur á en að láta undan þeim kjörum sem "vina" þjóðir vilja. Þá er ég viss um að annað hljóð koma í skrokkinn ef þessar þjóðir vita hversu auðveldlega við getum snúið okkur annað.
Gunnar (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 08:13
Það er hægt að segja sig úr NATO án þess að Rússar setji hér upp herstöð.
Tori, 6.11.2008 kl. 08:16
Ég hafði nú meira litið á það að hafa þessa Rússa herstöð hér meira sem hótun. Því næst á eftir því bjóðust við til að láta þá byggja upp hér eldflaugakerfi...
Einhver þingmaður ætti nú bara segja þetta við þá í ESB, "Ef því ætlið að skíta yfir okkur þá skítum við yfir ykkur".
Gunnar (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 08:31
Ættum við ekki frekar að semja við Kínverja ?
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 6.11.2008 kl. 10:18
Höfuðpaurinn sem stofnaði þessar skuldir (Icesave) er hér til hliðar við okkur! Hann á enþá NOVE (stærsta skemmtistað í heimi), hann á ennþá, Actavis (metið á 800-900 milljónir evra). Hvað er eiginlega málið? Þið eruð að eyða púðrinu á ranga aðila! Ég skil fullvel að Bretar vilji peningana sína aftur og við eigum að styðja þá og greiða þessa peninga til baka og krefja svo höfuðpaurinn um greiðsluna, takk fyrir! Ríkistjórnin gat sett lög sem heimiluðu yfirtöku á gjaldþrota banka í eigu Björgólfs og ríkisstjórnin getur sett neyðarlög sem heimila eignaupptökku hjá sama manni. Þið eruð ennþá að verja útrásarvíkingana og benda á eitthvað samsæri gegn þeim og okkur. Hættið að benda á þann sem ykkur þykir verstur !
Óskar Steinn Gestsson, 6.11.2008 kl. 10:22
Það er rétt hjá Óskari, en hann verður að muna að Landsbankinn er hf.
Tori, 6.11.2008 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.