4.11.2008 | 17:19
Sjálfskuldarábyrgð
Bankamenn fá ekki sérmeðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2008 | 17:11
Eignaraðild
Það er eins með fjölmiðla og bankana hér. Það þarf dreifða eignaraðild og þá á ég ekki við nokkur skúffufyrirtæki heldur hóp einstaklinga. Þetta á jafnt við um ríkisfjölmiðilinn, sem stjórnmálamenn geta misnotað og einkafjölmiðil sem eigandinn getur misnotað.
Dreifð eignaraðild er lykillinn.
Rosabaugur Jóns Ásgeirs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2008 | 11:50
Tortryggni hver er hissa?
Það er tortryggni gagnvart öllum stjórnmálamönnum. Þið hafið ekki staðið ykkur svo einfalt er það.
Hlutverk Alþingis er að setja leikreglur (lög) þjóðfélagsins og þið hafið auðsjáanlega ekki staðið ykkur. Það sem verra er að þið vissuð um vandamálið í rúmt ár og aðhöfðust ekkert! Þjóðin vill þetta fólk burt áður en það klúðrar fleiri hlutum.
Erfiðir samningar uppá borðinu vegna túlkunar á EES samningnum og enginn treystir ykkur í að takast á við það eða er búið að fela Norðmönnum að klára það mál. Leynd ykkar yfir málum sem okkur varðar er óþolandi. Segið af ykkur!
Óþolandi að líða fyrir tortryggni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2008 | 11:42
Loksins
Loksins er einhver byrjaður að hugsa. Hef tekið eftir því að í umferðinni er aragrúi af óskoðuðum bílum og í nánast hvert sinn sem maður sér árekstur þá er það einn af þessu illa hirtu bílum.
Að lögreglan hafi ekkert hirt um þetta segir sýna sögu.
4.11.2008 | 11:31
Hættur að fylgjast með
Hvað er í gangi? Við eigum í mjög alvarlegum deilum við Breta, sem vilja knésetja þjóðina eitt skipti fyrir öll. Þeir reyna að vera fyrir okkur alls staðar núna, sjálfsagt ógna þeir þeim sem sýna einhvern vilja til að hjálpa okkur. Útskýrir það hegðun IMF uppá síðkastið?
Á sama tíma geta menn ekki beðið með að komast inní ESB til að gefa þessum herrum enn meira vald yfir okkur.
Við deilum ekki bara við Breta, heldur Hollendinga og jafnvel fleiri Evrópuþjóðir vegna túlkunar á EES samningnum.
Leysum þessi mál fyrst eða eru allir búnir að gefast upp?
Vilja ESB-aðild og evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.11.2008 | 14:35
Lissabon sáttmálinn
Vaxandi samdráttur á Írlandi hefur væntanlega gert út um alla möguleika á nýjum kosningum næstu mánuði um Lissabon-sáttmálann, sem Írar höfnuðu sem frægt er. Er sagt að jafnvel hörðustu formælendur sáttmálans í Brussel gerir sér grein fyrir að írsk stjórnvöld eigi ekki minnsta möguleik að koma sáttmálanum í gegn í endurkosningu meðan núverandi samdráttarskeið ríkir. (Mbl. 25.9.2008)
Hversvegna eru Írar hikandi ef ESB er svona frábært?
1.11.2008 | 14:22
DO og veður
Frekar hlýtt á landinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.11.2008 | 14:19
Atvinnuleysi og ESB
Julian Callow segir að Írland verði verr fyrr barðinu á efnahagsumrótinu en önnur evrulönd vegna þess hversu fjármálageirinn í Dublin vegur þungt í efnahagslífinu og hversu háð landið er viðskiptum við Bretland og Bandaríkin. Banka- og fjármálaþjónustan vegur um 9,8% af landsframleiðslunni samanborðið við 7,8% á Bretlandi. (Mbl. 29.9.2008)
Hvert er atvinnuleysið innan ESB ?
Var fylgjandi ESB að vissu marki (EES alveg) en eftir að lesa blogg ESB sinna þá er þetta meira farið að minna á trúarofstæki en skynsemi. Er eitthvað svona fullkomið? Er eitthvað sem leysir öll vandamál ? Hvervegna er ýmsir embættismenn ESB svona æstir að fá Ísland í sínar raðir? Ef varpað er fram spurning, sem ekki líðst, þá ætlar allt um koll að keyra. Hvað eru margir seðlabankar í ESB?
Hvernig væri að við byggðum upp betra land hér, skattaparadís, þar sem mörg fyrirtæki vildu hafa höfuðstöðvar. Þar sem hver gæti notað þann gjaldmiðil sem hann óskaði sér, Evru, Pund, USD, krónan hyrfi átakalaust smásaman. Ísland stæði sem einstakt land áfram.
Viljum við að það sé stjórnað með atvinnuleysi hér?
1.11.2008 | 13:48
Sundabraut
Sundabraut í göng og Tryggvagötuna einnig.
Glæsilegt að Reykjavíkurborg tekur af skarið og fer að gefa okkur von.
Reykjavík íhugar framkvæmdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.11.2008 | 10:53
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson er í stjórn Seðlabankans og formaður Fjármáleftirlitsins. Er það ekki stjórn sem tekur ákvörðun um ráðningu framkvæmdastjóra?
Þetta karp um DO er nú að verða ágætt. Þetta er nauðsynlegt stjórn vorri svo hún sé ekki dregin til ábyrgðar.
Ástandið er jú þannig að ekkert væri skynsamlegra nú en að Geir sliti stjórnarsamstarfinu og mynduð yrði Þjóðstjórn Íslands, þar sem við Íslendingar erum í fyrirrúmi.
Hvað varðar framtíðina þá er úr mörgu að velja ESB, USA, Noregssamband, Ísland sem skattaparadís. Þetta þurfa menn allt að ræða en núna er nauðsynlegt að vinna sem best úr hlutunum Þjóðinni til heilla.
Ingibjörg segir Davíð skaða orðsporið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tori
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar