Vandamálin

Lítið gengur eða rekur í að taka á málunum. Hver eru vandamálin?

1. Gjaldmiðilskrísa

Það er deginum ljósara að besta leiðin strax er að taka upp Bandaríkjadollar. Þar hangir ekkert annað á spýtunni. ESB aðild er ekki lokuð úti né Evran seinna ef svo ber undir. Flest fyrirtæki á Íslandi sem gera upp í erlendum gjaldmiðli gera upp í Bandaríkjadölum.

2. "Trausts krísa"

Hvernig leysum við þessa krísu svo hægt sé að fara að byggja okkur upp og útúr krísunni? Það verður að upplýsa um viðskipti með hlutabréf LÍ rétt fyrir lokun. Millifærslur Kaupþings rétt fyrir lokun. Upplýsa um viðskipti stjórnarliða og maka þeirra undanfarnar vikur. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk taki þessari þögn endalaust.Stjórnmálamenn verða að sýna kjósendum að þeir virði þá og þeir haldi ekki að kjósendur séu allir með gullfiskaminni.

3. Hrun efnahagslífsins = Krísan

Þetta mun rétta hratt við sér ef gengið er í að leysa gjaldmiðils krísuna. Jafnfram þarf að drífa í að fara í mál við Breta. Halda að okkur öllum greiðslum til þessara manna þar til dómstólar hafa sagt sitt.

4. Stjórnmálamannakrísan

Það sér það hver maður, sem horfir á leikrit Alþingis að það þarf að skipta út í brúnni hjá öllum flokkum. Þessir menn (kven og karl) sváfu allir á verðinum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tori

Höfundur

Tori
Tori
Íslendingur.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband